Tiramisu með öðru sniði
Þessi er fyrir lengra komna, tekur smá tíma en er vel þess virði. Ótrúlega góður eftirréttur sem þú hefur pottþétt ekki prófað áður. Núna er tíminn til að láta reyna á bökunarhæfileikana!
Hráefni
100gr sykur
Börkur og safi af 3 sítrónum
100ml Limoncello Atlantico
500gr Mascarpone
600ml rjómi
3 msk flórsykur
100gr sítrónukrem (e. lemon curd)
200gr kökufingur (e. ladyfingers)
2 stórar sítrónur (til að skreyta)
200gr flórsykur (til að skreyta)
Aðferð
Blandið saman sykri, börk og safa af 2 sítrónum og 50ml af vatni í pott
Byrjið á lágum hita þar til sykurinn er bráðnaður og hækkið svo upp í suðu í um 2-3 mínútur
Bætið við helmingnum af Limoncello-inu og látið kólna
Þeytið Mascarpone ostinn í annarri skál þar til hann er orðinn vel mjúkur
Bætið rólega við rjómanum, flórsykrinum, helmingnum af lemon curd og hinum helmingnum af Limoncello-inu. Bætið svo við börk af einni sítrónu og einni matskeið af sítrónusafa
Blandið saman í litla skál restinni af sítrónusafanum með restinni af lemon curd og setjið til hliðar
Bleytið upp í ladyfingers í sykurmixtúrunni og setjið svo í botninn á framreiðsluskálinni
Setjið svo helminginn af Limoncello-ostafyllingunni ofan á
Endurtakið þar til allt hefur verið sameinað og geymið í ísskáp í um 3 tíma
Skerið sítrónurnar mjög þunnt, setjið í sjóðandi vatn í eina mínútu og snöggkælið svo í skál með ísvatni
Setjið sykurinn í breiðan pott með 200ml af vatni og sjóðið á lágum hita þar til sykurinn hefur bráðnað
Hækkið hitann, setjið sítrónurnar útí og leyfið þeim að malla í um klukkutíma
Slökkvið undir pottinum og færið sneiðarnar yfir á bökunarpappír og látið kólna
Skreytið tiramisu-ið með sítrónunum, smá sótrónubörk og afgangnum af lemon curd